Helga Guðrún Kristinsdóttir leikmaður Stjörnunnar er að ganga til liðs við Trikala í Grikklandi. Það er fotbolti.net sem greinir frá.
Trikala er í öðru sæti norðurhluta efstu deildar í Grikklandi, sex stigum á eftir toppliði PAOK. Helga er því á leið í toppbaráttu með nýjum liðsfélögum sínum.
Hin 24 ára gamla Helga er uppalin í Grindavík en samdi við Stjörnuna árið 2018. Síðasta sumar lék hún 1 leik á láni hjá Álftanesi í 2. deild og 10 leiki á láni hjá Grindavík í Lengjudeildinni.