Liðstyrkur í Árbæinn

Berglind Baldursdóttir (t.v.) í leik með Fylki gegn Breiðabliki á …
Berglind Baldursdóttir (t.v.) í leik með Fylki gegn Breiðabliki á síðasta tímabili. Árni Sæberg

Knattspyrnudeild Fylkis hefur samið við tvo leikmenn, þær Berglindi Baldursdóttur og Eygló Þorsteinsdóttur. Skrifa þær báðar undir samninga til loka ársins 2023.

Berglind, sem er 21 árs, lék með Fylki á láni frá Þór/KA á síðasta tímabili þegar Fylkir féll úr úrvalsdeildinni en gengur nú alfarið í raðir Árbæjarliðsins.

Eygló kemur til Fylkis frá Haukum, þar sem hún lék tvo leiki í B-deildinni á síðasta tímabili.

Berglind hefur leikið 77 meistaraflokksleiki með Fylki, Breiðabliki, Augnabliki og Þór/KA og skorað í þeim 11 mörk. Auk þess hefur hún spilað fjóra landsleiki fyrir yngri landslið Íslands, þar sem hún hefur skorað eitt mark.

Eygló, sem er 21 árs, hefur leikið 66 meistaraflokksleiki með Val, Haukum og Víking/HK og hefur skorað fjögur mörk í þeim. Auk þess hefur Eygló spilað níu landsleiki með yngri landsliðum Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert