Margrét Magnúsdóttir hefur verið ráðin þjálfari U19 ára landsliðs kvenna í knattspyrnu og verður jafnframt þjálfari U17 ára landsliðs kvenna.
Hún tekur við af Jörundi Áka Sveinssyni sem stýrði U19 ára landsliðinu á síðasta ári.
Margrét hefur m.a. verið afreksþjálfari og yfirþjálfari yngri flokka kvenna hjá Val, yfirþjálfari yngri flokka kvenna hjá Fylki, og var aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Fylki 2019 og 2020.
Á vef KSÍ segir að Margrét hafi lokið UEFA A (KSÍ A) og UEFA Youth Elite (KSÍ Afreksþjálfun unglinga) knattspyrnuþjálfaragráðum, er með stúdentspróf í íþróttafræði frá Fjölbraut í Breiðholti og BS gráðu í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík.