Marín Rún Guðmundsdóttir knattspyrnukona úr Keflavík gekk í dag til liðs við ítalska A-deildarfélagið Hellas Verona og samdi við það til loka þessa keppnistímabils.
Marín er 24 ára gömul og hefur leikið alla tíð með Keflvíkingum. Hún á 21 leik að baki í úrvalsdeildinni, 13 á síðasta tímabili, en hefur skorað 14 mörk í 60 leikjum með þeim í 1. deild. Hellas Verona er neðst í ítölsku A-deildinni með aðeins eitt stig í þrettán leikjum.