Kóreumaðurinn kynntur til leiks á Akureyri

Þorlákur Árnason, Je-Wook Woo og umboðsmaður Woo í Hamri í …
Þorlákur Árnason, Je-Wook Woo og umboðsmaður Woo í Hamri í dag. Ljósmynd/Íþróttafélagið Þór

Knattspyrnulið Þórs frá Akureyri hefur kynnt til leiks nýjasta leikmann sinn, Kóreumanninn Je-Wook Woo. 

Woo er 27 ára gamall framherji en hann lék einn æfingaleik með liðinu í desember, þar sem hann skoraði fjögur mörk. Eftir þann leik var tilkynnt að Woo myndi fá samning og ganga formlega til liðs við félagið þann 1. febrúar. Mun hann leika með liðinu í Lengjudeildinni í sumar.

Nú hefur Þór tilkynnt komu hans og segir Þorlákur Árnason, þjálfari liðsins, að um mikinn liðsstyrk sé að ræða.

Í tilkynningu Þórs segir m.a.:

„Woo er líkamlega sterkur og duglegur leikmaður. Hann hefur sýnt það að hann geti skorað mörk. Fyrst og fremst held ég að hann passi vel inn í hópinn okkar, bæði sem persóna og sem leikmaður. Velkominn í Þorpið!“

Þór 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert