Grindvíkingar hafa fengið til sín fyrrverandi landsliðsmann Norður-Makedóníu fyrir baráttuna í 1. deild karla á komandi keppnistímabili.
Vladimir Dimitrovski er genginn til liðs við Grindvíkinga en hann er 33 ára gamall miðvörður sem lék fjóra A-landsleiki fyrir þjóð sína á árunum 2011 til 2015 og fjölda leikja með yngri landsliðunum en Dimitrovski var fyrirliði 21-árs landsliðsins á sínum tíma.
Hann lék síðast með Telavi í efstu deild í Georgíu en þar áður í heimalandinu, í Grikklandi, Tékklandi, Aserbaídsjan, Króatíu og Belgíu.