Frá Ísafirði til Köge

Nicolaj Madsen stekkur hæst allra í leik með Vestra gegn …
Nicolaj Madsen stekkur hæst allra í leik með Vestra gegn Þór. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Danski knattspyrnumaðurinn Nikolaj Madsen sem leikur með Vestra á Ísafirði er genginn tímabundið til liðs við danska B-deildarliðið HB Köge.

Danska félagið tilkynnti þetta í dag en Madsen mun leika með uppeldisfélagi sínu sem lánsmaður þar til Íslandsmótið hefst í byrjun maí. 

Madsen var í stóru hlutverki hjá Vestra í fyrra þegar liðið hafnaði í fimmta  sæti 1. deildar og komst í undanúrslit bikarkeppninnar. Hann var einn besti miðjumaður deildarinnar enda með mikla reynslu úr danska fótboltanum þar sem hann á  að baki 163 úrvalsdeildarleiki með Vejle og SönderjyskE.

Annar leikmaður með Íslandstengingu er hinsvegar hættur hjá HB Köge. Eddi Gomes, sem lék um skeið með FH-ingum, hefur fengið sig lausan frá félaginu til þess að fara í stærra félag á meginlandi Evrópu. Gomes var í lykilhlutverki í vörn HB Köge.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert