Knattspyrnukonan Telma Hjaltalín Þrastardóttir er gengin til liðs við FH. Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag.
Telma, sem er 26 ára gömul, lék síðast með Stjörnunni í efstu deild, sumarið 2018, þar sem hún skoraði 8 mörk í 10 leikjum fyrir félagið í úrvalsdeildinni.
Alls á hún að baki 88 leiki í efstu deild með Val, Breiðabliki og Stjörnunni þar sem hún hefur skorað 52 mörk. Þá á hún að 49 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands þar sem hún hefur skorað 19 mörk.
Telma hefur verið afar óheppin með meiðsli á ferlinum en hún sleit krossband árin 2016, 2017 og í þriðja sinn árið 2018.
FH hafnaði í þriðja sæti 1. deildarinnar á síðustu leiktíð og rétt missti af sæti í efstu deild en liðið féll úr úrvalsdeildinni sumarið 2020.