Reyndu að fá Eið, Heimi eða Ólaf vestur

Heimir Hallgrímsson var ekki tilbúinn til að taka við liði …
Heimir Hallgrímsson var ekki tilbúinn til að taka við liði Vestra. Ljósmynd/Al-Arabi

Forráðamenn knattspyrnuliðs Vestra reyndu að fá Eið Smára Guðjohnsen, Ólaf H. Kristjánsson eða Heimi Hallgrímsson til að taka við liðinu eftir að Jón Þór Hauksson ákvað að hætta og taka boði Skagamanna um að þjálfa þá.

Samúel Samúelsson formaður knattspyrnudeildar Vestra staðfesti þetta við 433.is í dag. „Ég vissi fyrir fram að þetta væri langskot en ég vildi láta á það reyna. Metnaðurinn okkar er mikill," sagði Samúel við 433.is en þjálfararnir þrír eru allir án starfs um þessar mundir.

Vestri leikur í 1. deild karla og komst í undanúrslit bikarkeppninnar síðasta haust undir stjórn Jóns Þórs sem tók við liði þeirra á miðju tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert