Ásta, Ída og Natasha fara til Bandaríkjanna

Dagný Brynjarsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir eru báðar í íslenska …
Dagný Brynjarsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir eru báðar í íslenska hópnum. mbl.is/Unnur Karen

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu hefur valið þá 23 leikmenn sem taka þátt í She Believes-Cup, alþjóðlegu móti, sem fram er í Bandaríkjunum dagana 17.-23. febrúar.

Ísland mætir Nýja-Sjálandi 17. febrúar í Carson í Kaliforníu og svo Tékklandi hinn 20. febrúar, líka í Carson í Kaliforníu. Lokaleikur liðsins verður svo gegn Bandaríkjunum í Frisco í Texas, 23. febrúar.

Ásta Eir Árnadóttir kemur inn í hópinn fyrir Guðnýju Árnadóttir, leikmann AC Milan, sem er meidd. 

Ída Marín Hermannsdóttir og Natasha Anasi eru einnig í hópnum en þær Ída Marín og Natasha voru báðar í hópnum í nóvember á síðasta þegar liðið mætti Japan í vináttulandsleik í Almere og Kýpur í undankeppni HM 2023 á Kýpur.

Telma Ívarsdóttir markvörður er eini leikmaðurinn í hópnum sem ekki hefur spilað landsleik en hún var í hópnum í fjórum leikjum á síðasta ári.

Landsliðshópur Íslands:

Sandra Sigurðardóttir - Valur - 39 leikir
Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Bayern München - 5 leikir
Telma Ívarsdóttir - Breiðablik
Elísa Viðarsdóttir - Valur - 43 leikir
Ásta Eir Árnadóttir - Breiðablik - 8 leikir
Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern München  - 97 leikir, 6 mörk
Ingibjörg Sigurðardóttir - Vålerenga - 41 leikur
Guðrún Arnardóttir - Rosengård - 13 leikir, 1 mark
Sif Atladóttir - Selfoss - 84 leikir
Hallbera Guðný Gísladóttir - Kalmar - 123 leikir, 3 mörk
Natasha Moraa Anasi - Breiðablik - 4 leikir
Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 97 leikir, 32 mörk
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Orlando Pride - 84 leikir, 12 mörk
Alexandra Jóhannsdóttir - Eintracht Frankfurt - 19 leikir, 3 mörk
Karitas Tómasdóttir - Breiðablik - 7 leikir
Selma Sól Magnúsdóttir - Rosenborg - 16 leikir, 1 mark
Ída Marín Hermannsdóttir - Valur - 1 leikur
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayern München  - 13 leikir, 5 mörk
Berglind Björg Þorvaldsdóttir - Brann - 57 leikir, 9 mörk
Svava Rós Guðmundsdóttir - Brann - 30 leikir, 2 mörk
Agla María Albertsdóttir - Häcken - 42 leikir, 3 mörk
Sveindís Jane Jónsdóttir - Wolfsburg - 13 leikir, 6 mörk
Amanda Jacobsen Andradóttir - Kristianstad - 3 leikir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert