FH fær efnilegan leikmann frá Fjarðabyggð

Tómas Atli Björgvinsson er orðinn leikmaður FH.
Tómas Atli Björgvinsson er orðinn leikmaður FH. Ljósmynd/FH

Knattspyrnudeild FH hefur gengið frá þriggja ára samningi við hinn 16 ára gamla Tómas Atla Björgvinsson. Hann kemur til FH frá Fjarðabyggð.

Þrátt fyrir ungan aldur spilaði Tómas Atli 18 leiki í 2. deildinni á síðustu leiktíð og skoraði í þeim tvö mörk.

Sumarið á undan lék hann sjö leiki með Einherja frá Vopnafirði í 3. deild og skoraði tvö mörk í sjö leikjum.

„Við FH-ingar bjóðum Tómas velkominn og hlökkum til að fylgjast með honum í Kaplakrika á komandi árum," segir í tilkynningu FH.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert