Knattspyrnudeild Þórs/KA hefur gengið frá tveggja ára samningi við Vigdísi Eddu Friðriksdóttur en hún kemur til Akureyrarfélagsins frá Breiðabliki.
Vigdís lék með Tindastóli áður en hún kom til Breiðabliks. Hjá Breiðabliki lék hún 25 leiki í efstu deild og skoraði í þeim tvö mörk.
Þá lék hún sex leiki í Meistaradeild Evrópu þar sem Breiðablik lék fyrst allra liða í riðlakeppninni.
Þór/KA hafnaði í sjötta sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð með 22 stig úr 18 leikjum.