Frá Fulham til Stjörnunnar

Þorsteinn Aron Antonsson er orðinn leikmaður Stjörnunnar.
Þorsteinn Aron Antonsson er orðinn leikmaður Stjörnunnar. Ljósmynd/Stjarnan

Knattspyrnudeild Stjörnunnar hefur gengið frá lánssamningi við varnarmanninn Þorstein Aron Antonsson. Hann kemur til félagsins frá Fulham á Englandi og gildir samningurinn í eitt ár.

Þorsteinn, sem er 18 ára, kom til Fulham frá Selfossi árið 2020 en hann lék 14 leiki og skoraði tvö mörk fyrir Selfoss í 2. deildinni sumarið 2020.

Þorsteinn hefur leikið sex leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim eitt mark. Ágúst Gylfason er þjálfari Stjörnunnar en hann tók við af Þorvaldi Örlygssyni eftir síðasta tímabil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert