Valur Reykjavíkurmeistari – Pedersen með þrennu

Haukur Páll Sigurðarson, Guy Smit og Sigurður Egill Lárusson skoða …
Haukur Páll Sigurðarson, Guy Smit og Sigurður Egill Lárusson skoða verðlaunagripina í leikslok. mbl.is/Óttar Geirsson

Valur er Reykjavíkurmeistari karla í fótbolta eftir öruggan 4:1-sigur á KR í úrslitaleik á Origo-vellinum á Hlíðarenda í dag.

KR fór betur af stað og Kristján Flóki Finnbogason skoraði fyrsta markið á 18. mínútu. Andri Adolphsson fór meiddur af velli hjá Val á 29. mínútu og Guðmundur Andri Tryggvason leysti hann af hólmi. Aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Guðmundur og var staðan í hálfleik 1:1.

Patrick Pedersen kom Valsmönnum yfir á 61. mínútu og hann tvöfaldaði forskotið á 73. mínútu. Daninn var ekki hættur því hann fullkomnaði þrennuna og gulltryggði sigur Valsmanna á 75. mínútu.

Valsmenn urðu einnig Reykjavíkurmeistarar á síðasta ári, þá eftir sigur á Fylki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert