Frá Bologna til meistaranna

Ari Sigurpálsson gekk formlega til liðs við Bologna sumarið 2020.
Ari Sigurpálsson gekk formlega til liðs við Bologna sumarið 2020. Ljósmynd/@totalfl

Knattspyrnumaðurinn Ari Sigurpálsson er að ganga til liðs við Íslandsmeistara Víking úr Reykjavík. Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu.

Ari, sem er átján ára gamall, er uppalinn hjá HK í Kópavogi en hann kemur til Víkinga frá Bologna þar sem hann hefur leikið með unglingaliði félagsins frá árinu 2019.

Tilkynnt verður um félagaskiptin í dag að því er fram kemur í frétt fótbolta.net.

Hann var fyrst lánaður til ítalska félagsins í október 2019 en Bologna keypti hann svo af HK í júní 2020.

Alls á Ari að baki 10 leiki í efstu deild með HK þar sem hann hefur skorað eitt mark og þá á hann að baki 18 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert