Knattspyrnumaðurinn Jesper Juelsgård er að öllum líkindum að ganga til liðs við karlaliðs Vals í úrvalsdeildinni.
Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu. Juelsgård er 33 ára gamall miðvörður en hann er samningsbundinn AGF í dönsku úrvalsdeildinni þar sem hann hefur leikið frá árinu 2016.
Hann er uppalinn hjá Midtjylland og lék með liðinu í sjö ár, frá 2007 til ársins 2014, en hann hefur einnig leikið með Skive, Evian og Bröndby á ferlinum. Þá á hann að baki tvo A-landsleiki fyrir Danmörku.
Samningur hans við AGF rennur út næsta sumar og því gætu Valsmenn fengið hann á hagstæðu verði, takist þeim að klófesta hann.
Valsmenn enduðu í fimmta sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð með 39 stig og leika því ekki í Evrópukeppni á komandi keppnistímabili.