Tvö bjóða sig fram til stjórnar KSÍ

Ársþing KSÍ fer fram laugardaginn 26. febrúar að Ásvöllum í …
Ársþing KSÍ fer fram laugardaginn 26. febrúar að Ásvöllum í Hafnarfirði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ásgrímur Helgi Einarsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Fram, hefur ákveðið að gefa kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ. Þetta tilkynnti hann á facebook-síðu sinn í dag.

Ásgrímur Helgi tók sæti í stjórn KSÍ á aukaþingi sambandsins sem haldið var í október á síðasta ári eftir að Guðni Bergsson sagði óvænt af sér í lok ágúst.

„Knattspyrna er mitt hjartans mál og á þeim stutta tíma sem ég hef setið í stjórn KSÍ hef ég kynnst starfinu og myndað mér skoðun á því hvað það er sem þarf að gera til að gera knattspyrnuna í landinu enn betri,“ sagði Ásgrímur meðal annars í færslu sinni á Facebook.

„Við höfum tekið á og komið þeim málum sem upp komu í ferli og í þeim málum þarf að halda áfram að vinna. Við megum hins vegar ekki gleyma fótboltanum sjálfum og þar þurfum við að hlúa að grasrótinni,“ bætti Ásgrímur við.

Þá staðfesti Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ, að hún hygðist bjóða sig fram til áframhaldandi setu í stjórn sambandsins en þetta kom fram í samtali hennar við 433.is í dag.

Borghildur hefur setið í stjórn KSÍ frá árinu 2017 en hún var áður formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks frá 2013 til ársins 2017.

Ársþing KSÍ fer fram laugardaginn 26. febrúar að Ásvöllum í Hafnarfirði en Vanda Sigurðardóttir og Sævar Pétursson eru, enn sem komið er, tvö í framboði til formanns sambandsins en Vanda gegnir embættinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert