Landsliðsmaður til Leiknismanna

Leiknismenn hafa styrkt hópinn.
Leiknismenn hafa styrkt hópinn. Ljósmynd/Haukur Gunnarsson

Leiknir í Reykjavík hefur fengið til liðs við sig pólskan knattspyrnumann, Maciej Makuszewski.

Hann er 32 ára kantmaður sem á að baki fimm A-landsleiki fyrir Pólland og var í 35 manna hópi Pólverja fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi 2018 en var ekki valinn í endanlega hópinn.

Makuszewski lék síðast með Jagiellonia Bialystok og var þar í fjögur ár en þar á undan lék hann með Lech Poznan. Hann hefur ávallt leikið með pólskum liðum, að undanskildu einu tímabili þar sem hann var í röðum Terek Grozní í  Rússlandi.

Leiknismenn, sem höfnuðu í áttunda sæti úrvalsdeildarinnar í fyrra og náðu sínum besta árangri frá upphafi, hafa fengið talsverðan liðsauka að undanförnu. Dönsku leikmennirnir Mikkel Jakobsen og Mikkel Dahl eru komnir til liðs við þá og þá hafa tveir uppaldir Breiðhyltingar snúið heim, Óttar Bjarni Guðmundsson frá Akranesi og Sindri Björnsson frá Grindavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert