Reykjavíkurmeistarar í fyrsta sinn

Ánægðir Þróttarar eftir að fyrsti Reykjavíkurmeistaratitillinn var í höfn.
Ánægðir Þróttarar eftir að fyrsti Reykjavíkurmeistaratitillinn var í höfn. mbl.is/Unnur Karen

Þróttur úr Reykjavík varð Reykjavíkurmeistari kvenna í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögu félagsins í kvöld.

Þróttarar unnu öruggan 6:1-sigur gegn Fjölni í lokaleik sínum í mótinu í Egilshöll í Grafarvogi.

Þróttarar ljúka keppni með 16 stig en liðið vann fimm af sex leikjum sínum í mótinu og gerði aðeins eitt jafntefli. Þá skoraði liðið 25 mörk í mótinu og fékk einungis fimm mörk á sig.

Val dugar jafntefli gegn Fylki hinn 18. febrúar til að tryggja sér annað sætið en liðið er með 12 stig eftir fimm leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert