Reykjavíkurslagur hjá konunum

Árbæingar fá Hauka í heimsókn.
Árbæingar fá Hauka í heimsókn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Reykjavíkurliðin Fram og Víkingur úr Reykjavík mætast í 1. umferð bikarkeppni kvenna í knattspyrnu, Mjólkurbikarnum, á Framvelli í Úlfarsárdal hinn 30. apríl en dregið var í 1. og 2. umferð bikarkeppninnar í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal í dag.

Fylkir, sem féll úr efstu deild síðasta haust, mætir Haukum í Árbænum og Tindastóll tekur á móti HK.

1. umferðin verður leikin dagana 29.-30. apríl og 2. umferðin dagana 10.-17. maí en úrvaldeildarliðin koma inn í keppnina í sextán liða úrslitunum.

Drátturinn í 1. umferð:

Fylkir – Haukar
Augnablik – Hamar
Grótta – FH
ÍA – Fjölnir
Völsungur – Einherji
Sindri – KH
Tindastóll – HK
ÍR – SR
Fram – Víkingur R.
ÍH – KÁ
Álftanes – Grindavík

Drátturinn í 2. umferð:

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir – Völsungur / Einherji
Tindastóll / HK – ÍR / SR
Álftanes / Grindavík – Fram / Víkingur R.
ÍA / FJölnir – Sindri / KA
ÍH / KÁ – Grótta / FH
Augnablik / Hamar – Fylkir / Haukar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert