Sagður hafa hafnað FH og Víkingi

Hólmar Örn Eyjólfsson hefur leikið með FH frá árinu 2020.
Hólmar Örn Eyjólfsson hefur leikið með FH frá árinu 2020. mbl.is/Arnþór Birkisson

Knattspyrnumaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson mun að öllum líkindum ganga til liðs við Val á Hlíðarenda á næstu dögum.

Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu en vefmiðillinn greinir einnig frá því að miðvörðurinn öflugi hafi hafnað því að ganga til liðs við Íslands- og bikarameistara Víkings úr Reykjavík og FH.

Hólmar Örn, sem er 31 árs gamall, hefur leikið með Rosenborg í Noregi frá árinu 2020 en hann hefur einnig leikið með Celtenham, Roseselare, Bochum, Maccabi Haifa og Levski Sofia á atvinnumannaferli sínum.

Alls á hann að baki 19 A-landsleiki þar sem hann hefur skorað tvö mörk en hann tilkynnti á síðasta ári að hann væri hættur að gefa kost á sér í landsliðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert