Enginn mætti til að krýna Reykjavíkurmeistarana

Ánægðir Þróttarar eftir að fyrsti Reykjavíkurmeistaratitillinn var í höfn en …
Ánægðir Þróttarar eftir að fyrsti Reykjavíkurmeistaratitillinn var í höfn en enginn bikar var til staðar. mbl.is/Unnur Karen

Enginn fulltrúi Knattspyrnuráðs Reykjavíkur mætti í Egilshöllina í gærkvöld þegar Þróttur mætti Fjölni í Reykjavíkurmóti kvenna, enda þótt ljóst væri að Þróttur yrði Reykjavíkurmeistari í fyrsta skipti með sigri í leiknum.

Þróttur vann enda örugglega, 6:1, og titillinn var í höfn, en í leikslok var enginn til að afhenda verðlaun.

Ríkharður Daðason fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu sem á dóttur í Þrótti vakti athygli á þessu á samfélagsmiðlum og sagði að um sögulega uppákomu væri að ræða. „Ég hélt að við værum komin lengra en þetta," skrifaði Ríkharður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert