Óskar Hrafn mætir syni sínum

Orri Steinn Óskarsson er aðalmarkaskorari U19 ára liðs FC Köbenhavn.
Orri Steinn Óskarsson er aðalmarkaskorari U19 ára liðs FC Köbenhavn. Ljósmynd/Köbenhavn

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari karlaliðs Breiðabliks í knattspyrnu á son í liði andstæðinganna í dag þegar Blikar mæta danska liðinu FC Köbenhavn á Atlantic Cup, æfingamóti á Spáni.

Orri Steinn Óskarsson, 17 ára leikmaður unglingaliðs FCK, er í aðalliðshópi félagsins sem er á mótinu á Spáni og er einn þeirra sextán leikmanna sem hafa verið valdir til að spila leikinn gegn Breiðabliki í dag.

Ísak Bergmann Jóhannesson er einnig í liði FCK í dag en ekki þeir Andri Fannar Baldursson og Hákon Arnar Haraldsson sem einnig leika með danska liðinu. 

Óskar Hrafn Þorvaldsson er þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson er þjálfari Breiðabliks. Ljósmynd/Þórir Tryggvason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka