Nik Chamberlain, þjálfari kvennaliðs Þróttar í Reykjavík, segir að leikmönnum sínum hafi verið sýnd ótrúleg óvirðing í gærkvöld þegar enginn frá Knattspyrnuráði Reykjavíkur mætti til að afhenda þeim verðlaun eftir sigurinn í Reykjavíkurmótinu.
Nik segir á Twitter að fjarveran og lélegar afsakanir fyrir henni sýni af sér ótrúlega vanvirðingu gagnvart leikmönnum liðsins.
Everyone needs to calm down a little. I’ve spoken with ÍBR/KRR and they told me John Cena was sponsoring the trophy… Jokes aside, not being there to present the trophy and then give a poor excuse shows a disgusting level of disrespect to the players. #fotboltinet #youcantseeme pic.twitter.com/v0Gr5jlgn7
— Nik Chamberlain (@NikChambers16) February 11, 2022