Ótrúleg vanvirðing við leikmennina

Nik Anthony Chamberlain er þjálfari kvennaliðs Þróttar.
Nik Anthony Chamberlain er þjálfari kvennaliðs Þróttar. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Nik Chamberlain, þjálfari kvennaliðs Þróttar í Reykjavík, segir að leikmönnum sínum hafi verið sýnd ótrúleg óvirðing í gærkvöld þegar enginn frá Knattspyrnuráði Reykjavíkur mætti til að afhenda þeim verðlaun eftir sigurinn í Reykjavíkurmótinu.

Nik segir á Twitter að fjarveran og lélegar afsakanir fyrir henni sýni af sér ótrúlega vanvirðingu gagnvart leikmönnum liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert