Selfoss engin fyrirstaða fyrir Stjörnuna

Katrín Ásbjörnsdóttir var á skotskónum gegn Selfyssingum í kvöld.
Katrín Ásbjörnsdóttir var á skotskónum gegn Selfyssingum í kvöld. mbl.is/Unnur Karen

Stjarnan fer vel af stað í deildabikar kvenna í knattspyrnu, Lengjubikarnum, en liðið vann stórsigur gegn Stjörnunni í Miðgarði í Garðabæ í kvöld.

Leiknum lauk með 5:0-sigri Stjörnunnar sem leiddi 2:0 í hálfleik með mörkum frá þeim Jasmín Erlu Ingadóttur og Gyðu Kristínu Gunnarsdóttur.

Þær Arna Dís Arnþórsdóttir, Katrín Ásbjörnsdóttir og Alma Mathiesen bættu svo við sínu markinu hver fyrir Garðbæinga í síðari hálfleik og þar við sat.

Þetta var fyrsti leikurinn í 1. riðli deildabikarsins en með Stjörnunni og Selfossi í riðlinum eru Breiðablik, ÍBV, KR og Tindastóll.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka