Skrifaði undir á Hlíðarenda

Hólmar Örn Eyjólfsson skrifaði undir þriggja ára samning við Valsmenn.
Hólmar Örn Eyjólfsson skrifaði undir þriggja ára samning við Valsmenn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson hefur skrifað undir samning við Val. Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Hólmar, sem er 31 árs gamall, skrifaði undir þriggja ára samning við Valsmenn en hann kemur til félagsins frá Rosenborg í Noregi.

Bæði FH og Víkingur úr Reykjavík höfðu áhuga á miðverðinum en hann ákvað að endingu að semja við Valsmenn.

Varnarmaðurinn hef­ur leikið með Rosen­borg í Nor­egi frá ár­inu 2020 en hann hef­ur einnig leikið með Celten­ham, Roseselare, Boch­um, Macca­bi Haifa og Levski Sofia á at­vinnu­manna­ferli sín­um.

Alls á hann að baki 19 A-lands­leiki þar sem hann hef­ur skorað tvö mörk en hann til­kynnti á síðasta ári að hann væri hætt­ur að gefa kost á sér í landsliðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka