Stórsigur KR í fyrsta leik

Pálmi Rafn Pálmason skoraði eitt marka KR í kvöld.
Pálmi Rafn Pálmason skoraði eitt marka KR í kvöld. Ljósmynd/Guðmundur Bjarki

Sigurður Bjartur Hallsson átti mjög góðan leik fyrir KR þegar liðið vann stórsigur gegn Aftureldingu í deildabikar karla í knattspyrnu, Lengjubikarnum, á Fagverksvellinum að Varmá í Mosfellsbæ í kvöld.

Sigurður Bjartur, sem kom til KR-inga frá Grindvíkingum í vetur, skoraði tvö markanna í 5:0-sigri Vesturbæinga en þeir Stefán Árni Geirsson, Stefan Ljubicic og Pálmi Rafn Pálmason voru einnig á skotskónum fyrir KR. Stefan kom frá HK í vetur.

Þetta var annar leikurinn í 3. riðli A-deildar en áður hafði Leiknir R. unnið Keflavík 2:1. Kórdrengir og Vestri eru einnig í riðlinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka