Breiðablik byrjaði með látum

Hildur Antonsdóttir skoraði tvö fyrstu mörkin.
Hildur Antonsdóttir skoraði tvö fyrstu mörkin. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Breiðablik vann afar sannfærandi 5:0-sigur á Tindastóli í fyrsta leik liðanna í Lengjubikar kvenna í fótbolta í Fífunni í dag.

Hildur Antonsdóttir skoraði tvö fyrstu mörkin á fyrstu 22 mínútunum og hin belgíska Alexandra Soree bætti við mörkum á 37. mínútu og 53. mínútu.

Karitas Tómasdóttir gulltryggði svo 5:0-sigur með marki á 57. mínútu.

Liðin leika í riðli 1, eins og Stjarnan, ÍBV, KR, Selfoss og Tindastóll. Stjarnan vann 5:0-sigur á Selfossi í fyrsta leik riðilsins í gær.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka