Góð byrjun FH – Jafnt hjá Fram og Fylki

Framarinn Guðmundur Magnússon sækir að Fylkismanninum Halli Húna Þorsteinssyni í …
Framarinn Guðmundur Magnússon sækir að Fylkismanninum Halli Húna Þorsteinssyni í dag. Ljósmynd/Kristinn Steinn

FH fer vel af stað í Lengjubikar karla í fótbolta en liðið vann 2:0-sigur á Selfossi í 4. riðli í dag. Leikið var í Skessunni í Hafnarfirði.

Matthías Vilhjálmsson kom FH yfir á 14. mínútu og var staðan í hálfleik 1:0. Þannig var staðan fram á 57. mínútu þegar Guðmundur Kristjánsson bætti við marki og þar við sat.

Í Árbænum skildu Fylkir og fram jöfn, 1:1, í sama riðli. Portúgalinn Tiago kom Fram yfir á 12. mínútu en Daði Ólafsson jafnaði á 36. mínútu og urðu mörkin ekki fleiri. Liðin skiptu um deild síðasta sumar því Fram fór upp í úrvalsdeild og Fylkir féll.

Þá vann KV 1:0-sigur á Fjölni í riðli 2 á Fjölnisvelli. Njörður Þórhallsson gerði sigurmarkið á 42. mínútu og tókst Fjölni ekki að jafna, þrátt fyrir að Styrmir Máni Kárason í liði KV hafi fengið rautt spjald á 42. mínútu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka