KA vann 2:0 sigur á Grindavík í riðli 4 í A-deild Lengjubikarsins í knattspyrnu í dag.
Markalaust var í hálfleik en eftir klukkutíma leik kom fyrirliðinn Elfar Árni Aðalsteinsson KA yfir. Tæplega korteri seinna tvöfaldaði svo Nökkvi Þeyr Þórisson forystuna og þar við sat.
KA er því á toppi riðilsins ásamt FH að lokinni fyrstu umferð en Grindavík er á botninum við hlið Selfoss.