Valsmenn sannfærandi gegn Gróttu

Sigurður Egill Lárusson gerði tvö mörk.
Sigurður Egill Lárusson gerði tvö mörk. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Valur vann sannfærandi 3:0-sigur á Gróttu í Lengjubikar karla í fótbolta á Origo-vellinum á Hlíðarenda í dag.

Tryggvi Hrafn Haraldsson kom Val yfir strax á 3. mínútu með marki sem reyndist það eina í fyrri hálfleik.

Sigurður Egill Lárusson tvöfaldaði forskotið á 54. mínútu og gerði svo út um leikinn á 61. mínútu með sínu öðru marki og þriðja markið Vals.

Valur hefur unnið báða leiki sína á mótinu til þessa á meðan Grótta var að leika sinn fyrsta leik.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka