Missir líklega af öllu tímabilinu

Andri Adolphsson hefur leikið með Val frá árinu 2015.
Andri Adolphsson hefur leikið með Val frá árinu 2015. mbl.is/Kristinn Magnússon

Andri Adolphsson, leikmaður karlaliðs Vals í knattspyrnu, er með slitið krossband og spilar því líklega ekkert með liðinu á komandi keppnistímabili í efstu deild.

Þetta staðfesti hann í samtali við fótbolta.net en leikmaðurinn, sem 29 ára gamall og uppalinn hjá ÍA á Akranesi, gekk til liðs við Val fyrir tímabilið 2015.

„Það er bara verkefni framundan, ég fer 25. febrúar í aðgerð,“ sagði Andri í samtali við fótbolta.net.

„Þeir voru fljótir að koma mér að. Sjúkraþjálfarinn talaði um horfa í það þegar menn fara aftur af stað eftir tímabilið.

Auðvitað væri gaman að ná einhverju á tímabilinu og mér skilst að það sé möguleiki, þó það væri kannski ekki skynsamlegt. Þetta verður bara að koma í ljós," bætti Andri.

Alls á hann að baki 124 leiki í efstu deild fyrir ÍA og Val þar sem hann hefur skorað tólf mörk og þá á hann að baki sjö landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert