Knattspyrnumaðurinn Kaj Leo í Bartalsstovu er genginn til liðs við ÍA á Akranesi. Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag.
Kaj Leo, sem er þrítugur, kemur til félagsins frá Val þar sem hann hefur leikið frá árinu 2019 en hann hefur einnig leikið með FH og ÍBV hér á landi.
Alls á hann að baki 96 leiki í efstu deild hér á landi þar sem hann hefur skorað 9 mörk. Þá á hann að baki 26 A-landsleiki fyrir Færeyjar.
„Færeyingurinn hefur mikla reynslu í íslenska boltanum og er góður liðsstyrkur,“ segir meðal annars í tilkynningu Skagamanna.