Víkingur úr Reykjavík vann afar öruggan 4:0-sigur á Þrótti frá Vogum í riðli 1 í A-deild deildabikars karla í knattspyrnu, Lengjubikarnum, á Víkingsvelli í kvöld. Öll mörkin komu í síðari hálfleik.
Eftir markalausan fyrri hálfleik braut Daninn Nikolaj Hansen loks ísinn á 53. mínútu.
Á 69. mínútu tvöfaldaði Axel Freyr Harðarson forystu Víkings og þá var röðin komin að Loga Tómassyni.
Hann bætti við þriðja mark Víkinga aðeins mínútu síðar og skoraði svo annað mark sitt og fjórða mark liðsins á 82. mínútu.
Þar við sat og fara Íslands- og bikarmeistararnir því afar vel af stað í Lengjubikarnum þetta árið.
Víkingur er aðeins búið að spila þennan eina leik í riðli 1 en Þróttur er búið að spila tvo leiki og tapa þeim báðum.
Úrslit og markaskorarar eru fengnir af Úrslit.net.