Kórdrengir skelltu Keflvíkingum

Davíð Smári Lamude og Heiðar Helguson stjórna liði Kórdrengja.
Davíð Smári Lamude og Heiðar Helguson stjórna liði Kórdrengja. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kórdrengir gerðu sér lítið fyrir og skelltu úrvalsdeildarliði Keflvíkinga í deildabikar karla í fótbolta, Lengjubikarnum, í Reykjaneshöllinni í kvöld, 2:0.

Eftir markalausan fyrri hálfleik skoruðu Kórdrengir, sem enduðu í fjórða sæti 1. deildar í fyrra, tvö mörk um miðjan síðari hálfleikinn og þar var Þórir Rafn Þórisson að verki í bæði skiptin.

Keflvíkingar náðu ekki að svara því og máttu sætta sig við sinn annan ósigur í jafnmörgum leikjum en þeir töpuðu 2:3 fyrir Leikni úr Reykjavík í fyrsta leik sínum í 3. riðli A-deildar.

Sindri Þór Guðmundsson varnarmaður Keflvíkinga fékk rauða spjaldið á 85. mínútu og þeir luku því leiknum manni færri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert