Þorgrímur Þráinsson hefur látið af störfum sem liðsstjóri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu.
Þetta staðfesti Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, í samtali við Fréttablaðið.
„Toggi er frábær maður og hefur verið frábær fyrir landsliðið öll þessi ár,“ sagði Arnar Þór í samtali við Fréttablaðið.
„Það er verið að skera niður. Endurskipuleggja fjárhaginn, það er ekki bara hjá yngri landsliðum heldur A-liðum líka.
Þess vegna þurfti ég að taka þá ákvörðun, hvernig ég vildi skipuleggja teymið. Þá tók ég þá ákvörðun að hringja í Togga og útskýra fyrir hvernig honum staðan er,“ sagði Arnar meðal annars.
Þorgrímur hefur starfað fyrir landsliðið um árabil og fór meðal annars með liðinu á bæði EM í Frakklandi árið 2016 og HM í Rússlandi árið 2018.