Aðeins tvær breytingar frá síðasta landsleik

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er fyrirliði Íslands eins og í undanförnum …
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er fyrirliði Íslands eins og í undanförnum leikjum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu hefur birt byrjunarliðið sem mætir Nýja-Sjálandi í She Believes Cup í Kaliforníu klukkan eitt í nótt og það er mjög svipað og síðasta lið ársins 2021.

Hann gerir aðeins tvær breytingar frá sigurleiknum gegn Kýpur, 4:0, í lok nóvember. Cecilía Rán Rúnarsdóttir kemur í markið fyrir Söndru Sigurðardóttur og Sif Atladóttir verður hægri bakvörður í stað Guðnýjar Árnadóttur sem er ekki með í Bandaríkjaferðinni vegna meiðsla.

Byrjunarliðið er þannig:

Mark:
Cecilía Rán Rúnarsdóttir

Vörn:
Sif Atladóttir
Glódís Perla Viggósdóttir
Guðrún Arnardóttir
Hallbera Guðný Gísladóttir

Miðja:
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fyrirliði
Dagný Brynjarsdóttir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir

Sókn:
Sveindís Jane Jónsdóttir
Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Agla María Albertsdóttir

Varamenn:
Sandra Sigurðardóttir
Telma Ívarsdóttir
Ásta Eir Árnadóttir
Elísa Viðarsdóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir
Natasha Anasi
Karitas Tómasdóttir
Alexandra Jóhannsdóttir
Ída Marín Hermannsdóttir
Selma Sól Magnúsdóttir
Amanda Andradóttir
Svava Rós Guðmundsdóttir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert