Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu hefur birt byrjunarliðið sem mætir Nýja-Sjálandi í She Believes Cup í Kaliforníu klukkan eitt í nótt og það er mjög svipað og síðasta lið ársins 2021.
Hann gerir aðeins tvær breytingar frá sigurleiknum gegn Kýpur, 4:0, í lok nóvember. Cecilía Rán Rúnarsdóttir kemur í markið fyrir Söndru Sigurðardóttur og Sif Atladóttir verður hægri bakvörður í stað Guðnýjar Árnadóttur sem er ekki með í Bandaríkjaferðinni vegna meiðsla.
Byrjunarliðið er þannig:
Mark:
Cecilía Rán Rúnarsdóttir
Vörn:
Sif Atladóttir
Glódís Perla Viggósdóttir
Guðrún Arnardóttir
Hallbera Guðný Gísladóttir
Miðja:
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fyrirliði
Dagný Brynjarsdóttir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Sókn:
Sveindís Jane Jónsdóttir
Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Agla María Albertsdóttir
Varamenn:
Sandra Sigurðardóttir
Telma Ívarsdóttir
Ásta Eir Árnadóttir
Elísa Viðarsdóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir
Natasha Anasi
Karitas Tómasdóttir
Alexandra Jóhannsdóttir
Ída Marín Hermannsdóttir
Selma Sól Magnúsdóttir
Amanda Andradóttir
Svava Rós Guðmundsdóttir