Knattspyrnukonan Helena Ósk Hálfdánardóttir er gengin til liðs við Breiðablik. Þetta tilkynnti félagið á heimasíðu sinni í dag.
Helena, sem er 21 árs gömul, kemur til félagsins frá Fylki en hún er uppalin hjá FH í Hafnarfirði.
Hún á að baki 72 leiki í efstu deild með bæði FH og Fylki þar sem hún hefur skorað níu mörk.
Þá á hún að baki 23 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands þar sem hún hefur skorað fjögur mörk.
„Það verður spennandi að fylgjast með þessum efnilega leikmanni í grænu treyjunni í sumar,“ segir meðal annars í fréttatilkynningu bikarmeistaranna.