Fyrsti af þremur hörkuleikjum

Dagný Brynjarsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir eru báðar í íslenska …
Dagný Brynjarsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir eru báðar í íslenska hópnum sem tekur þátt í She Belives Cup. mbl.is/Unnur Karen

Lokaundirbúningur íslenska kvennalandsliðsins fyrir Evrópumótið í fótbolta hefst í kvöld þegar það mætir Nýja-Sjálandi í Carson í Kaliforníu.

Það er fyrsti leikur liðsins af þremur í sterku alþjóðlegu móti, She Believes Cup, sem bandaríska knattspyrnusambandið hefur haldið undanfarin ár og býður jafnan þremur sterkum landsliðum til leiks.

Leikur Íslands og Nýja-Sjálands hefst ekki fyrr en klukkan eitt að nóttu að íslenskum tíma, 17 síðdegis að staðartíma. Þremur tímum síðar hefst viðureign hinna tveggja liðanna í mótinu, Bandaríkjanna og Tékklands, sem er leikinn á sama velli, Dignity Health Sports Parks, heimavelli LA Galaxy, en hann rúmar 27 þúsund áhorfendur. Carson er 90 þúsund manna útborg frá Los Angeles, um 20 km í suður frá miðborg stórborgarinnar.

Það er ekki bara EM á Englandi í sumar sem er í sigtinu hjá landsliðskonunum, heldur eru þær á leið í tvo lykilleiki í undankeppni HM í apríl, í Hvíta-Rússlandi og Tékklandi.

Stjörnukonan meðal þeirra reyndustu

Mótherjarnir í nótt, Ný-Sjálendingar, hafa verið lengi framarlega í flokki í heimsfótboltanum og hefur leikið í lokakeppni fjögurra síðustu heimsmeistaramóta. Þá er liðið þegar komið í fimmtu lokakeppnina í röð, HM 2023, sem annar gestgjafanna en keppnin fer fram á Nýja-Sjálandi og í Ástralíu.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert