Dagný tryggði íslenskan sigur

Glódís Perla Viggósdóttir hefur betur gegn Hannah Wilkinson í leik …
Glódís Perla Viggósdóttir hefur betur gegn Hannah Wilkinson í leik Íslands og Nýja-Sjálands í nótt. AFP

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fer vel af stað á alþjóðlega mótinu She Believes Cup en liðið vann 1:0-sigur á Nýja-Sjálandi í fyrsta leik sínum á mótinu í Carson í Kaliforníu í nótt.

Dagný Brynjarsdóttir skoraði sigurmarkið eftir hornspyrnu strax á 1. mínútu leiksins. Ísland fékk nokkur færi til viðbótar á næstu mínútum til að skora annað markið, en yfirburðir Íslands voru miklir í upphafi leiks.

Agla María Albertsdóttir verst Ali Riley í nótt.
Agla María Albertsdóttir verst Ali Riley í nótt. Ljósmynd/NZ_Football

Eftir því sem leið á hálfleikinn jafnaðist leikurinn og komst Nýja-Sjáland betur inn í hann. Þó tókst liðinu ekki að skapa mikið gegn Íslandi og var staðan í hálfleik því 1:0.

Svipað var uppi á teningnum í seinni hálfleik. Nýja-Sjáland var nokkuð mikið með boltann en tókst lítið sem ekkert að ógna íslenska markinu, þar sem íslenska vörnin stóð afar vel og gaf engin færi á sér. Hinum megin tókst Íslandi ekki að skapa sér góð færi í seinni hálfleik og var 1:0-sigur niðurstaðan.

Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn í nótt.
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn í nótt. Ljósmynd/KSÍ

Ísland hefur nú unnið fimm leiki í röð án þess að fá á sig mark. Næsti leikur íslenska liðsins á mótinu er gegn Tékklandi á sunnudagskvöld.

Ísland 1:0 Nýja-Sjáland opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti fjórar mínútur í uppbótartíma. Íslenska liðið hársbreidd frá fimmta sigrinum í röð án þess að fá á sig mark.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert