Þýsku meistararnir Bayern München áttu þrjá leikmenn í byrjunarliði Íslands í nótt þegar það sigraði Nýja-Sjáland 1:0 í alþjóðlega mótinu She Believes Cup sem hófst þá í Kaliforníu.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir varði mark Íslands, Glódís Perla Viggósdóttir lék í vörninni og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á miðjunni.
Bayern sendi hamingjuóskir til liðsins og leikmannanna á Twitter:
ᴛɪʟ ʜᴀᴍɪɴɢᴊᴜ! 🇮🇸🇮🇸🇮🇸
— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) February 18, 2022
Im Rahmen des SheBelieves Cup gewannen @ceciliaran03, @glodisperla und Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ihr erstes Spiel mit @footballiceland 1:0 gegen Neuseeland. 🤩👏#FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/J0KEr7uhi6