Hamingjuóskir frá Bayern München

Glódís Perla Viggósdóttir, einn þriggja leikmanna Bayern München í landsliði …
Glódís Perla Viggósdóttir, einn þriggja leikmanna Bayern München í landsliði Íslands, með boltann í leiknum í nótt. AFP

Þýsku meistararnir Bayern München áttu þrjá leikmenn í byrjunarliði Íslands í nótt þegar það sigraði Nýja-Sjáland 1:0 í alþjóðlega mótinu She Believes Cup sem hófst þá í Kaliforníu.

Cecilía Rán Rúnarsdóttir varði mark Íslands, Glódís Perla Viggósdóttir lék í vörninni og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á miðjunni.

Bayern sendi hamingjuóskir til liðsins og leikmannanna á Twitter:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert