Sævar Pétursson og Vanda Sigurgeirsdóttir eru í kjöri til embættis formanns Knattspyrnusambands Íslands annan laugardag, 26. febrúar, en þau hittust á Akureyri í dag.
Sævar birti mynd af sér og Vöndu í Þórsheimilinu á Akureyri en hann er framkvæmdastjóri KA og Vanda hefur verið formaður KSÍ frá aukaþingi sambandsins í byrjun október.
Sævar skrifaði með myndinni á Twitter: „Þórir heitinn félagi minn vitnaði oft í bókmenntirnar um að öll dýrin í skóginum ættu að vera vinir. Ég og Vanda sækjumst bæði eftir sama embættinu innan knattspyrnunnar en erum á sama tíma goðir félagar. Þannig eiga íþróttirnar að vera, tökumst á en höfum samt gaman.“
Þórir heitinn félagi minn vitnaði oft í bókmenntirnar um að öll dýrin í skóginum ættu að vera vinir. Ég og Vanda sækjumst bæði eftir sama embættinu innan knattspyrnunnar en erum á sama tíma goðir félagar. Þannig eiga íþróttirnar að vera, tökumst á en höfum samt gaman. #8dagar pic.twitter.com/u0Z5YujcvO
— saevar petursson (@saevarp) February 18, 2022