Dagný Brynjarsdóttir tryggði Íslandi sigur á Nýja-Sjálandi, 1:0, í She Believes Cup, alþjóðlega mótinu í Bandaríkjunum, í Carson í nótt. Nú má sjá markið og helstu atvik úr leiknum.
Markið kom eftir aðeins 30 sekúndna leik og eins og fram kom í lýsingu og viðtölum eftir leikinn var það ekki það fallegasta, en mark er mark!
Hér er það helsta úr leiknum í fimm mínútna myndskeiði á Youtube-rás nýsjálenska knattspyrnusambandsins:
Missed this afternoon's game? Catch the highlights on our YouTube channel 🇳🇿🇮🇸https://t.co/lBudrGCxTk
— New Zealand Football (@NZ_Football) February 18, 2022