Sigurmark Dagnýjar í Kaliforníu (myndskeið)

Sveindís Jane Jónsdóttir sækir að marki Nýsjálendinga í leiknum í …
Sveindís Jane Jónsdóttir sækir að marki Nýsjálendinga í leiknum í nótt. AFP

Dagný Brynjarsdóttir  tryggði Íslandi sigur á Nýja-Sjálandi, 1:0, í She Believes Cup, alþjóðlega mótinu í Bandaríkjunum, í Carson í nótt. Nú má sjá markið og helstu atvik úr leiknum.

Markið kom eftir aðeins 30 sekúndna leik og eins og fram kom í lýsingu og viðtölum eftir leikinn var það ekki það fallegasta, en mark er mark!

Hér er það helsta úr leiknum í fimm mínútna myndskeiði á Youtube-rás nýsjálenska knattspyrnusambandsins:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert