Þórsarar náðu jafntefli við Stjörnuna

Stjörnumaðurinn Emil Atlason og Birgir Ómar Hlynsson úr Þór eigast …
Stjörnumaðurinn Emil Atlason og Birgir Ómar Hlynsson úr Þór eigast við í dag. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Þór úr 1. deild og úrvalsdeildarliðið Stjarnan skildu jöfn, 1:1, í Lengjubikar karla í fótbolta í Boganum á Akureyri í dag.

Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnunni yfir á 8. mínútu en ellefu mínútum síðar jafnaði Sigfús Fannar Gunnarsson og þar við sat.

Varamaðurinn Orri Sigurjónsson hjá Þór fékk beint rautt spjald í uppbótartíma en það kom ekki að sök fyrir norðanmenn.

Kórdrengir og Afturelding gerðu einnig 1:1-jafntefli á Domusnova-vellinum í Breiðholti. Arnleifur Hjörleifsson kom Kórdrengjum yfir á 18. mínútu en Hrafn Guðmundsson jafnaði á 63. mínútu og þar við sat.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert