Algjör draumastaða fyrir mig

Natasha Anasi
Natasha Anasi Ljósmynd/KSÍ

„Mér líst vel á þennan leik,“ sagði landsliðskonan Natasha Anasi í samtali við samfélagsmiðla KSÍ fyrir leik Íslands og Tékklands í She Believes-mótinu í kvöld.

„Steini er búinn að segja að hann muni gera margar breytingar fyrir leikinn og Tékkarnir gera það sennilega líka,“ bætti hún við. Ísland vann Nýja-Sjáland, 1:0, í fyrsta leik mótsins á meðan Tékkland og Bandaríkin gerðu markalaust jafntefli. 

Natasha er fædd í Texas í Bandaríkjunum og skemmtilegt fyrir hana að koma heim og spila landsleiki með íslenska landsliðinu, en hún hefur búið á Íslandi frá árinu 2014. „Það er geggjað. Það er draumastaða að vera hér og koma aftur heim. Ég er að fá heimsóknir frá fjölskyldu og þetta er draumastaða,“ sagði Natasha.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert