Liðstyrkur í Grafarvoginn

Hákon Ingi Jónsson skrifaði undir þriggja ára samning við Fjölnismenn.
Hákon Ingi Jónsson skrifaði undir þriggja ára samning við Fjölnismenn. Ljósmynd/Fjölnir

Knattspyrnumaðurinn Hákon Ingi Jónsson er genginn til liðs við fyrstudeildarlið Fjölnis í Grafarvogi. Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem félagið sendi frá sér í dag.

Hákon Ingi, sem er 27 ára gamall, skrifaði undir þriggja ára samning við Grafarvogsliðið en hann kemur til félagsins frá ÍA.

Framherjinn er uppalinn hjá Fylki í Árbænum en hann hefur einnig leikið með HK á ferlinum.

Alls á hann að baki 98 leiki í efstu deild þar sem hann hefur skorað 14 mörk og þá á hann að baki 42 leiki í 1. deildinni þar sem hann hefur skorað 19 mörk.

„Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan öfluga og reynslumikla leikmann sem mun koma til með að styrkja liðið fyrir komandi átök í sumar,“ segir meðal annars í fréttatilkynningu Fjölnismanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert