Tíu breytingar á byrjunarliði Íslands

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir byrjar í kvöld líkt og gegn Nýja-Sjálandi.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir byrjar í kvöld líkt og gegn Nýja-Sjálandi. AFP

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er í byrjunarliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu sem mætir Tékklandi á alþjóðlega mótinu She Believes Cup klukkan 23 að íslenskum tíma í Carson í Kaliforníu í kvöld.

Þetta er annar leikur íslenska liðsins á mótinu en Karólína er eini leikmaður íslenska liðsins í kvöld sem lék einnig fyrsta leikinn á mótinu gegn Nýja-Sjálandi.

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska liðsins, gerir því tíu breytingar á byrjunarliði sínu en Elísa Viðarsdóttir er fyrirliði Íslands í sínum 44 A-landsleik.

Telma Ívarsdóttir markvörður leikur sinn fyrsta A-landsleik í kvöld.

Ísland vann 1:0-sigur gegn Nýja-Sjálandi í Carson í fyrsta leik sínum á mótinu á meðan Tékklandi gerði markalaust jafntefli við Bandaríkin í sínum fyrsta leik.

Byrjunarlið Íslands:

Telma Ívarsdóttir (M)
Ásta Eir Árnadóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir
Natasha Moraa Anasi
Elísa Viðarsdóttir (F)
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Alexandra Jóhannsdóttir
Karitas Tómasdóttir
Selma Sól Magnúsdóttir
Amanda Jacobsen Andradóttir
Svava Rós Guðmundsdóttir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert