Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er í byrjunarliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu sem mætir Tékklandi á alþjóðlega mótinu She Believes Cup klukkan 23 að íslenskum tíma í Carson í Kaliforníu í kvöld.
Þetta er annar leikur íslenska liðsins á mótinu en Karólína er eini leikmaður íslenska liðsins í kvöld sem lék einnig fyrsta leikinn á mótinu gegn Nýja-Sjálandi.
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska liðsins, gerir því tíu breytingar á byrjunarliði sínu en Elísa Viðarsdóttir er fyrirliði Íslands í sínum 44 A-landsleik.
Telma Ívarsdóttir markvörður leikur sinn fyrsta A-landsleik í kvöld.
Ísland vann 1:0-sigur gegn Nýja-Sjálandi í Carson í fyrsta leik sínum á mótinu á meðan Tékklandi gerði markalaust jafntefli við Bandaríkin í sínum fyrsta leik.
Byrjunarlið Íslands:
Telma Ívarsdóttir (M)
Ásta Eir Árnadóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir
Natasha Moraa Anasi
Elísa Viðarsdóttir (F)
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Alexandra Jóhannsdóttir
Karitas Tómasdóttir
Selma Sól Magnúsdóttir
Amanda Jacobsen Andradóttir
Svava Rós Guðmundsdóttir