Æfði með dönsku meisturunum

Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir í leik með Stjörnunni síðastliðið sumar.
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir í leik með Stjörnunni síðastliðið sumar. mbl.is/Árni Sæberg

Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir, ungur leikmaður kvennaliðs Stjörnunnar í knattspyrnu, æfði og lék æfingaleiki með danska meistaraliðinu HB Köge í síðustu viku.

Hildigunnur Ýr, sem er 19 ára gamall sóknarmaður, lék tvo æfingaleiki með liðinu á meðan dvöl hennar stóð og gekk vel í þeim, að því er kemur fram á Facebook-síðu Stjörnunnar.

HB Köge er ríkjandi meistari í Danmörku og tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í haust þar sem liðið var í riðli með Arsenal, Barcelona og Hoffenheim.

Hildigunnur Ýr hefur leikið 39 leiki fyrir Stjörnuna í efstu deild og skorað í þeim 14 mörk, þar af 8 mörk í 17 leikjum á síðasta tímabili.

Þá á hún 15 landsleiki að baki fyrir yngri landsliðin og hefur skorað í þeim 11 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert