„Mér líst vel á leikinn og frábært að vera í þessari stöðu. Þetta var markmiðið okkar,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, á blaðamannafundi í dag.
Ísland mætir Bandaríkjunum í úrslitaleik She Believes-mótinu í Texas næstu nótt. Íslandi nægir jafntefli eftir sigra gegn Nýja-Sjálandi og Tékklandi í tveimur fyrstu leikjunum.
Þorsteinn gerði töluvert af breytingum á milli leikja á mótinu og á von á einhverjum breytingum fyrir leikinn gegn Bandaríkjunum. „Ég á von á töluvert af breytingum. Það er stutt á milli leikja og við vorum að ferðast. Fluginu var seinkað og við komum á hótelið um miðnætti og erum því enn þreyttari en við hefðum verið,“ útskýrði Þorsteinn.
Hann staðfesti að allir leikmenn íslenska liðsins væru meiðslalausir, nema Sandra Sigurðardóttir sem er að glíma við smávægileg meiðsli. Þá á Þorsteinn á um 11.000 stuðningsmönnum á leikinn.