Juan Camilo Perez knattspyrnumaður hjá Breiðabliki gæti verið með slitið krossband.
Fótbolti.net hefur eftir Óskari Hrafni Þorvaldssyni þjálfara Breiðabliks að það gæti verið líkleg niðurstaða en Perez er að glíma við hnémeiðsli.
Fari svo þá er ólíklegt að Perez nái að spila með Blikum á Íslandsmótinu jafnvel þótt mótið standi fram í október.
Óskar sagði að þar sem þetta væri ný staða væru menn ekkert farnir að velta fyrir sér hvort finna eigi annan leikmann.
Perez er frá Venesúela en Breiðablik tryggði sér krafta hans í vetur og hann hefur því ekki leikið mótsleik á Íslandi.